-4.3 C
Selfoss

Gráðaostagott er tilvalið á piparkökurnar á aðventunni

Vinsælast

Það eru ófáir matarsnillingarnir sem hægt er að leita til þegar vantar uppskrift eða hugmynd að einhverju gómsætu. Að þessu sinni er leitað á náðir Páls Sigurðssonar, vínsérfræðings. Hann lumar á sérdeilis spennandi gráðostanammi. „Alger snilld með piparkökum á aðventunni. Og jafnvel smá Portvínsglasi,“ sagði Páll um uppskriftina.

Hráefni:

120 gr blámygluostur ( 1 pakki)

30 gr smjör við stofuhita

30 gr mascarpone

2 tesk rifsberjahlaup

60 ml ruby port

Aðferð

Setjið portvínið í pott og sjóðið niður í síróp (stórar loftbólur sjást) . Látið kólna á meðan ostahræran er löguð.

Setjið allt nema portvínið í matvinnsluvél og blandið vel saman. Notið sleikju til að færa sírópið yfir í ostahræruna og blandið vel saman, þar til næstum kekkjalaust. Látið í litla skál og látið í kæli yfir nótt.

Nýjar fréttir