-8.3 C
Selfoss

Listhandverk í heimabyggð  – í jólapakkann!

Vinsælast

Handverkshópurinn Handverk og hugvit undir Hamri í Hveragerði verður með opið hús á aðventunnu líkt og undanfarin ár. Hópurinn hefur verið að vinna að endurbótum innanhúss í haust, en Hveragerðisbær leggur það til fyrir listsköpun í bænum og það má segja að þar sé hver fermeter vel nýttur af listafólki í handverki, myndlist og tónlist.

Fimm félagskonur reka nú vinnustofuna, en það eru þær; Andrína Jónsdóttir sem tálgar og málar fugla og Fríða M. Þorsteinsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir, sem vinna fjölbreytta nytjahluti í leir.

Við kíktum við á vinnustofunni og spurðum hvaða gildi það hefði fyrir þær að hafa þessa aðstöðu:

“Það er mjög dýrmætt fyrir okkur að hafa þessa vinnuaðstöðu og erum við Hveragerðisbæ alveg sérstaklega þakklátar fyrir það. Það er líka yndislegt og mikil lífsfylling fyrir okkur að vinna með sköpun í svona frábærum félagskap, við komum og förum eftir henntuleikum, en flestar erum við að vinna við eitthvað annað”. Andinn á vinnustofunni ber þess merki að þar eru skapandi og listrænar konur að starfa.  Það er notalegur andi sem svífur þar yfir vötnum.

Það er alltaf mikilvægt að versla í heimabyggð og hjá þeim er hægt að næla sér í einstakt og vandað listhandverk í jólapakkann!

Vinnustofa Handverks og hugvits stendur við Skólamörk og verður opin laugardagana: 5. 12. og 19. des. kl. 12.00  – 17.00 alla dagana.

Það er einnig velkomið að koma við á öðrum tímum eða hafa samband við okkur í síma: 661 2179 eða 694 8101.

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjar fréttir