7.3 C
Selfoss

Snjall – jólaratleikur og málverkasýning í Lystigarðinum í Hveragerði

Vinsælast

Jólaljósin lýsa fallega upp Lystigarðinn á Fossflötí Hveragerði í ár en þar má finna snjall-jólaratleik og málverkasýningu Örvars Árdal tengda leiknum fyrir íbúa og gesti Hveragerðisbæjar í desember.

Þið byrjið leikinn við inngagnshlið garðsins á horni Breiðumerkur og Skólamerkur. Þar finnið þið skilti sem gefur allar upplýsingar um hvernig þið byrjið leikinn en þið notið appið, Loquiz, sem þið hlaðið niður í símana ykkar. Þið notið símann til að rata um garðinn og leita að krossaspurningum sem þið svarið í símanum. Listaverkin og kortið í símanum gefa vísbendingar um hvar má finna spurningarnar. Þið safnið stigum fyrir hvert rétt svar. Í lokin getið þið skoðað í símanum stigaskor, vegalengd og tíma. Tilvalið að fara sem oftast til að bæta stigaskor og tíma.

Sá sem er fljótastur og fær flest stig stendur uppi sem sigurvegari. Vegleg verðlaun eru frá þjónustufyrirtækjum í bænum. Leiknum lýkur á miðnætti á gamlárskvöld.

 

Nýjar fréttir