-8.1 C
Selfoss

Jólamarkaður Rauða Krossins í Árnessýslu

Vinsælast

Undanfarin ár hefur prjónahópurinn „Síðasta umferðin“ hjá Rauða krossinum í Árnessýslu haldið basar fyrsta vetrardag. Vegna Covid-19 höfum við ekki getað haldið hann.

Þetta árið verðum við með jólamarkað að Eyravegi 23 á Selfossi. Markaðurinn opnar 1. desember nk. Á markaðinum má kaupa mjög fallegt handverk á góðu verði.

Vegna fjöldatakmarkana verður ekki hægt að hleypa inn nema í 5 í einu. Við minnum á að það er grímu og hanska skylda. Allur ágóði af markaðinum mun renna í sjóðinn góða.

Opnun jólamarkaðarins er sem hér segir:

  • Þriðjudag 1. desember kl. 11 – 15 og 16 -18.
  • Miðvikudag 2. desember kl. 11 – 15 og 16 – 18.
  • Fimmtudag 3. desember kl. 11 – 15.
  • Laugardag 5. desember kl. 11 – 14.

Eftir það verður opnunartíminn:

Mánudaga til fimmtudaga frá kl 11 – 14.

Nýjar fréttir