-1.4 C
Selfoss

Er komin Zoomþreyta í þig?

Vinsælast

Það er skiljanlegt ef þú ert einn af þeim sem upplifir þreytu eftir langa daga/vikur fyrir framan tölvuskjá. Staðreyndin er sú að það að vera á Zoomfundi er aðeins öðruvísi en að vera með fólki í eigin persónu í kennslustundum eða á fundum.

Ég hef lesið mér aðeins til um þessa svokölluðu Zoomþreytu.. Persónulega finnst algjör snilld að geta sinnt fundum, kennslustundum og allskonar erindum í gegnum Zoom. Samt er það allta mitt fyrsta val að hitta fólk í eigin persónu þegar það er hægt.  Hinsvegar langar mig að benda á það að það er eðlilegt að upplifa meiri þreytu af því að vera í kennslustundum og fundum á Zoom (Team, Facebook o.sfrv.). Það er vegna þess að eina leiðin til að sýna að við séum að fylgjast með er að horfa á myndavélina. en .  En spáðu í því,  hversu oft stendur þú innan við meter frá samstarfsmanni þínum eða kennara og starir á andlitið á þeim? Ha ha, líklega aldrei!

Síðastliðna viku þurfti ég að vera á Zoom frá 9 að morgni og fram eftir degi, frá mánudegi til föstudags.  Ég vissi að ég ætti erfitt með að einbeita mér ef ég myndi sitja kyrr í sama stólnum allan daginn þannig að ég var búin að skipuleggja ýmislegt sem átti að hjálpa mér að halda einbeitingu. Ég stóð upp á 40-50 mín fresti og teygði úr mér. Opnaði glugga til að fá ferskt loft inn á skrifstofuna. Ég fór stundum í göngutúr í hádeginu. Ég hafði notalegt í kringum mig. Kveikti á kerti, etti góða ilmolíu í ilmolíulampann. Hafði vatnsbrúsa við hlið mér og reyndi að vera dugleg að drekka vatn.

Ég veit að margir þurfa að nota Zoom eða Teams daglega um þessar mundir. Þetta eru frábær verkfæri og dásamlegt að hægt sé að nota tæknina á þennan hátt. Við þurfum þó að vera mjög vakandi yfir því hvaða áhrif það hefur á andlega og líkamlega líðan og reyna að búa þannig um hnútana að okkur líði sem best.

 

Hvað er þá hægt að gera til að upplifa minni Zoom þreytu?

Einbeittu þér að einu í einu.

 Það er mjög auðvelt að missa einbeitinguna á miðjum fundi eða í miðri kennslustund með því að skoða Faceboook, Snapchat eða jafnvel byrja að svara tölvupósti. Ef þú ert á fundi eða í kennslustund skaltu reyna að einbeita þér að henni með því að skrifa niður stikkorð sem tengjast fundinum eða taka glósur.

 Taktu þér regluleg hlé

  • Það er góð regla að standa upp á 40 – 50 mínútna fresti og teygja úr sér. Koma blóðflæðinu vel í gang. Anda djúpt og jarðtengja sig. Ef það tíðkast ekki á þeim fundum sem þú sækir þá hvet ég þig til að stinga upp á því að hópurinn standi upp 40-50 mín fresti og geri jafnvel stoðkerfisæfingar saman í beinni. Það getur gert daginn skemmtilegri og hjálpað hópnum að halda einbeitingu. Ef þú ert nemandi eða kennari þá er hægt að gera slíkt hið sama eða passa upp á að standa upp í frímínútum.

 Farðu út

  • Notaðu hléin til þess að fara út. Þú getur stokkið á inniskónum út í örstutta stund. Það er ótrúlegt hvað það gerir mikið. Ég stökk út á peysunni í innskóm þegar það var rok og haglél í vikunni. Vá, hvað það var gott. Súrefnibúst fyrir heilann! Svo mikilvægt að passa upp á hann.

 Drekktu nóg af vatni

  • Það er svo auðvelt að gleyma því að drekka vatn. Fæstir gleyma því hinsvegar að fá sér kaffi eða orkudrykki ef þeir drekka þá. Vatnið er svo mikilvægt líkamanum sem getur verið fljótur að þorna upp. Stundum fær maður höfuðverk af því að drekka of lítið vatn. Passaðu upp á að hafa brúsa með vatni við hliðina á þér því þá er auðveldara að muna eftir því að vökva sig vel.

Búðu til notalegt andrúmsloft

  • Maður á auðveldara með að einbeita sér og líður betur í umhverfi sem er notalegt. Gerðu það sem þú getur til þess að búa til þannig umhverfi. Byrjaðu á því að vakna vel áður en þú ferð á fund eða í kennslustund á Zoom/Teams.Gerðu æfingar (t.d Pilates), farðu í sturtu þú munt hafa meiri orku og meiri einbeitingu í kennslustund.

 Hafðu það stillt þannig að sá sem talar sjáist í myndavél

  • Ef þú passar upp á það að sá sem er að tala sjáist frekar í mynd en allir þá hjálparðu heilanum að einbeita sér að þeim sem er að tala. Ef allir sjást fær heilinn þau skilaboð að þú sért í “mörgum” herbergjum sem líta út á misjafnan hátt. Ósjálfrátt er hætt við að þú farir að spá í því hvernig herbergið lítur út sem hinir þátttakendurnir eru í og missir einbeitingu Ég hvet þig líka eindregið til að hafa kveikt á þinni myndavél. Það gerir það að verkum að þú ert líklegri til að finna þig til. Vera vel vaknaður og hafa snyrtilegt í kringum þig. Hinsvegar er gott að taka sína myndavél út fyrir sig sjálfan af því tilhneigingin er að horfa yfirleitt á sig sjálfan oghvernig maður  lítu út og einbeitingin fer þangað.

Ég hvet þig eindregið til að hafa þessi atriði í huga næst þegar þú verð miklum tíma á Zoom og/eða Teams eða jafnvel þarft að vinna í tölvunni lengi. Það er magnað að hafa aðgang að þessari tækni. Svo margir frábærir kostir við hana sem ég er mjög þakklát fyrir.. Það er samt gott að muna að það þurfa ekki allir fundir að fara í gegnum myndsímtal. Stundum er gott að taka upp símann og hringja..   Það er einmitt frábær leið  til að minnka áreitið ef þú finnur að þú ert farin/n að finna fyrir Zoomþreytu og enn betra ef þú getur nýtt tækifærið á meðan þú tekur símtal að farið í göngutúr.

 

Gangi þér ótrúlega vel!

Kærleikskveðja,

Gunna Stella

Nýjar fréttir