7.8 C
Selfoss

Kjarabarátta eldri borgara án árangurs

Vinsælast

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu 4.4.2016 var kosið kjararáð félagsins sem hefur starfað síðan og árlega lagt fram sínar tillögur fyrir aðalfund um kjaramál, sem formaður félagsins og fulltrúi kjararáðs hafa síðan barist fyrir að ná fram á landsfundum eldri borgara, án nokkurs árangurs.
Á síðasta aðalfundi félagsins 12. júní s.l. var samþykkt að lýsa vantrausti á stjórn landssambandsins, vegna þess að nær enginn árangur hefði náðst í hagsmunabaráttu eldri borgara undanfarin 10 ár.
Greiðslur almannatrygginga hafa ekki fylgt hækkunum lægstu launa, sem hækkuðu 1. janúar 2020 um 3,6%, miðað þá við neysluvísitölu ársins 2019, en ekki er miðað við launavísitölu, sem ætti að gera, sem hækkaði um 7,1 %. Þessi mismunur hefur átt sér stað árlega undanfarin 10 ár, sem segir allt um stöðu þessara mála.
Atvinnutekjur umfram 100.000.- kr á mánuði hafa skert greiðslur almannatrygginga um 45% og lífeyrissjóðsgreiðslur með öðrum fjármagnstekjum umfram 25.000 kr á mánuði hafa skert greiðslur almannatrygginga um 45%.
2018 námu þessar skerðingar 39 milljörðum og 114 milljónum af 33.859 eldri borgurum. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna eldri borgara á tekjubilinu 25 þúsund til 570 þúsund á mánuði getur numið um 75%
Greiðslur stéttarfélaga til starfsmanna sinna, vegna ýmissa tilgreindra útgjalda, falla niður, þegar þeir verða eldri borgarar og ekkert kemur þar í staðinn frá almanna- tryggingum, þannig að áður áunninn réttur með greiðslum fellur með öllu niður!
Greiðslur almannatrygginga falla niður til þeirra eldri borgara sem flytjast á dvalarheimili eða hjúkrunarheimili. Þeir fá aðeins greitt kr. 77.084.- á mánuði til nauðsynlegra útgjalda s.s. fyrir bifreiðakostnaði, fatnaði, ólyfseðilsskyldum lyfjum, heilsuvörum, hársnyrtingu, fótsnyrtingu, ferðalögum, snyrtivörum, gleraugum, heyrnartækjum, innbústryggingu, efni í föndurvörur, salgæti, tóbaksvörur, tækifærisgjafir, jólagjafir, ofl. Allar tekjur viðkomandi s.s. lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur eru teknar upp í þennan dvalarkostnað allt að 438.747.- kr á mánuði.
Hækkanir þessa árs á verðlagi og ýmsum gjöldum ríkis og sveitarfélaga, hafa þessir eldri borgarar orðið að bera án frekari greiðslna frá almanna tryggingum. Ef þeir neyðast til að bæta við sig tekjum, er víst að krafa um endurgreiðslu kemur næsta ár frá almannatryggingum.
Og enn er höggvið í sama knérunn, boðaðar hækkanir almannatrygginga á næstu fjárlögum 1. janúar 2021 eru 3,6% miða við óskiljanlega reiknireglu ráðuneytisins miðað við þetta ár, þegar öll laun á árinu hækkuðu um 10% eða meira af hærri launum – og enn meiri hækkun af enn hærri launum. Í veskið eftir skatt frá almannatryggingum um 6 -10 þúsund á mánuði!
Fulltrúar félagsins á landsfundinum fluttu einnig samþykkta tillögu aðalfundarins um að LEB myndi styðja Gráa herinn fjárhagslega og málefnalega í málsókn sinni gegn ríkinu varðandi skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna til eldri borgara, sem var samþykkt á landsfundinum.

Fyrir hönd kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu, Halldór Gunnarsson.

Nýjar fréttir