0.6 C
Selfoss

Mikilvægt að fjármagn fáist í viðhald varnarlína

Vinsælast

Sveitarstjórn Bláskóagbyggðar ályktaði um mikilvægi þess að varnarlínum sé viðhaldið með viðunandi hætti. „Í ljósi þess að riðuveiki í sauðfé hefur nýlega verið staðfest á fjórum búum í Skagafirði vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítreka mikilvægi varna gegn útbreiðslu búfjársjúkdóma.

Mikilvægt er að þeim stofnunum sem sjá um viðhald og eftirlit varnarlína milli varnarhólfa sé tryggt nægt fjármagn til að varnarlínur þjóni hlutverki sínu eins og kostur er.“

Ekki skynsamlegt að leggja niður eða breyta núverandi fyrirkomulagi

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki skynsamlegt að leggja niður eða breyta núverandi varnarlínum með það að markmiði að fækka varnarhólfum og sameina. „Slík sameining gæti orðið til þess, ef upp kæmi riða, að skera þyrfti niður mikinn fjölda sauðfjár á stórum svæðum með tilheyrandi frjárhags- og tilfinningatjóni fyrir bændur. Samfélög sveitanna hlytu líka skaða af þar sem stór hluti af menningu og hefðum þeirra tengjast sauðkindinni.“

Kalla eftir fjármagni

Í fundargerðinni segir jafnframt að „sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa vörð um og styrkja íslenska matvælaframleiðslu þá þarf fjármagn að fylgja efndum. Öflugar varnir gegn útbreiðslu búfjársjúkdóma eru lykilatriði í varðveislu íslenskra búfjárstofna sem íslensk matvælaframleiðsla er að mestu byggð á.

 

Nýjar fréttir