-11.3 C
Selfoss

Hrekkjavakan á Selfossi heppnaðist vel

Vinsælast

Fullt tunglið óð í skýjunum þegar allskyns furðuverur í öllum stærðum gengu um á Selfossi á laugardagskvöldið 31. október sl. Nokkrir atorkusamir einstaklingar höfðu sett upp ratleik sem reyndist hinn vinsælasti. Börn og fullorðnir fóru um í ratleiknum sem var þannig gerður að engin snerting eða nálægð við aðra þurfti ekki að eiga sér stað. Samhliða þessu lögðu íbúar í púkk og skreyttu umhverfið með tilheyrandi hætti. Á skógarstígnum milli Berghóla og Lambhaga lágu beinagrindur ofanjarðar og draugar héngu á trjám. Börnin fóru í humátt á eftir hinum eldri og könnuðu drungann.

 

Nýjar fréttir