-2.2 C
Selfoss

Bókabúð Gulla á Sólheimum sannkölluð gullnáma

Vinsælast

Gunnlaugur Ingimarsson íbúi á Sólheimum opnaði bókamarkað á Sólheimum árið 2019 undir nafninu „Bókabúð Gulla“.  Bókabúð Gulla selur gamlar og nýjar bækur, dvd diska og geisladiska, en áherslan er á að gefa notuðum hlutum nýtt líf. Bókabúð Gulla  „er algjör gullnáma fyrir gramsara. Gulli fylgist vel með á netinu þegar það er verið að gefa gamlar bækur eða dvd myndir. Gulli á sjálfur hugmyndina að bókaversluninni og hefur hún vaxið og dafnað ótrúlega hratt og hefur nú þegar marga fasta viðskiptavini, og er sérstaklega vinsæl meðal íbúa Sólheima.

Gulli fylgist vel með á Facebook og á netinu og er afar þakklátur því góða fólki sem leggur sig fram að gefa markaðnum hluti sem það þarf ekki að nota lengur. Hann selur þá aftur á sanngjörnu verði og allir eru ánægðir.
„Hér á milli leynast ótrúlegustu hlutir,“ segir Gulli. „Fágætar bækur, plötur eftir heimsfræga listamenn og sígildar dvd myndir, fólk þarf bara að grúska og skemmta sér við leitina“ en bæði á pósthúsinu og í Bókabúð Gulla er boðið uppá þægilega sófa og kaffibolla. „Hingað eru allir velkomnir, bæði til að versla og ef einhver vill gefa gamlar bækur eða dvd myndir sem safna ryki.“

 

 

Nýjar fréttir