-7.9 C
Selfoss

Hopp rafskutlur í Árborg?

Vinsælast

Frístunda- og menningarnefnd í Árborg fékk kynningu á HOPP rafskutlum og möguleikanum á því að setja upp slíkt fyrirkomulag í Sveitarfélaginu Árborg. Í bókun nefndarinnar kemur fram að nefndin þakki fyrir kynninguna og tekur undir að um áhugavert tækifæri gæti verið að ræða með því að setja upp slíka starfsemi í sveitarfélaginu. Aðkoma nefndarinnar verður þó ekki meiri á málinu, en forvitnilegt verður að sjá hvort slík starfsemi komi í sveitarfélagið.

Byggt fyrir íslenska veðráttu

HOPP skutlurnar eru samkvæmt rekstraraðilum byggðar fyrir íslenska veðráttu. Þá virkar HOPP einfaldlega þannig að þú leitar að næsta lausa hjóli í sérstöku smáforriti. Með sama forriti er hægt að aflæsa hjólinu og getur svo farið þinn veg. Þá leggur þú því þar sem þú þarft og næsti maður getur tekið við. Þetta gæti verið skynsamleg viðbót við þær samgöngur sem í boði eru innan sveitarfélagsins. Rétt er þó að geta þess að þjónustan er fyrir 18 ára og eldri!

 

Nýjar fréttir