-4.1 C
Selfoss

Við komumst í gegnum þetta!

Vinsælast

Þegar ég var ung móðir og átti eitt bar stóð ég inn í eldhúsi einn daginn og var að elda mat. Ég heyrði innan úr stofu þar sem fréttirnar voru lesnar. Í þessum fréttatíma var verið að tala um fuglaflensuna. Ég get ímyndað mér að mörg ykkar hafi heyrt um hana. Ég man að ég fylltist skelfingu og á augabragði var ég búin að skipuleggja flótta upp í fjall með barnið mitt og manninn minn. Allir fuglar yrðu bannaðir og þannig myndum við sleppa. Ég áttaði mig ekki á því á þessari stundu að ég komin í mikinn kvíða. Ég áttaði mig ekki á því að óttinn var farin að stjórna líkama mínum, blóðráðsinni, hjartanu, það var kominn herpingur í magann og ég var farin að svitna.

Þó svo ég hafi viljað búa afskekkt á þessari stundu eins og Bjartur í Sumarhúsum í sögunni hans Halldórs Laxness þá gerði ég það ekki. Enda “meikaði” það ekki sens. Það áhugaverða er að í hvert skipti sem ég upplifi ótta eða kvíða sem mér finnst veita mér óöryggi þá kemur alltaf upp saman tilfinning. Mig langar að fara upp á fjall í kofa. Ég hef áttað mig á því að þessi hugsun veitir mér öryggi. Kofinn er tákn um öryggi sem ég þrái á þeim stundum sem kvíðinn bankar uppá.Sem betur fer hef ég lært að takast á við kvíðan og greina óttan,

Nú eru komnar nýjar samkomutakmarkanir. Fyrir suma veitir það ákveðið öryggi en fyrir aðra veldur það kvíða og ótta. Það er eðilegt að óttast hið óþekkta en það er verra þegar ótinn tekur stjórn yfir manni.

Ég er ekki að gera lítið úr óttanum. Ég hef oft upplifað ótta og kvíða í lífi mínu og það er ástæðan fyrir því að ég skrifa um hann hér í dag.

Mitt í óttanum vill okkar eigin stjórnsemi taka völdin af því að okkur getur liðið illa þegar að við höfum ekki stjórn á aðstæðum eða okkur finnst við ekki hafa það. Órökréttar ákvarðanir geta svo komið í kjölfar stjórnseminnar sem kemur niður á þeim sem í kringum okkur eru. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og greina hvaða tilfinningar eru á bakvið gjörðir okkar.

Það skiptir miklu máli hvað þú innbyrðir í daglegu lífi. Samfélagsmiðlar eru fljótir að átta sig á því hverju þú hefur áhuga á og senda þér upplýsingar um það. Þinn veggur á Facebook er líklega gjörólíkur annara. Þú ert það sem þú borðar. Þú ert það sem þú horfir á. Þú verður oft það sem þú skrollar í gegnum. Þú verður eins og þeir sem þú umgengst.

Það besta sem þú getur gert til að upplifa hugarró er að afneita ekki tilfinningum þínum. Ekki trúa því að allir í kringum þig séu pollrólegir en þú sért eina manneskjan sem upplifir einhvern óróleika. Ekki halda að það séu allir “meðitta” þarna úti. Við höfum öll einhverjar glímur í lífinu en það er misjafnt hvernig við tökumst á við það. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að vera með andleg verkfæri í verkfærakassanum okkar til þess að takast á við óvæntar aðstæður, streitu og óvissu. Mín hvatning til þín er að þú veljir 4-5 verkfæri til að fókusa á næstu vikurnar. Þau verkfæri sem ég sæki mest í og gefa mér mesta hugarró eru þakklætisæfingar, bæn/hugleiðsla, hreyfing, góð næring og félagsleg tengsl. Hvaða verkfæri myndu henta þér næstu vikurnar?

Ég hvet þig til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Bæði andlega og líkamlega með því að koma inn rútínu sem hleður þig andlega og líkamlega. Við munum komast í gegnum þetta.

Kærleikskveðja,

Gunna Stella

Nýjar fréttir