1.7 C
Selfoss

Karfan fer vel af stað

Vinsælast

Vertarstarf hjá körfuboltanum er nú óðum að hefjast. Á suðurlandinu fór sameiginlegt lið Hrunamanna/Hamars/Selfoss/Þórs af stað með flottum sigri á Njarðvík í Hveragerði. Leikurinn var hin besta skemmtun og margir flottir leikmenn að sína fín tilþrif. Liðið hefur hlotið það skemmtilega vinnuheit „Suðuland“ enda um samstarfsverkefni fjögur stærstu kkd á suðurlandi og verið að skapa þessum efnilegum drengjum tækifæri á að spila körfuknattleik á háu getustigi þannig að leikmenn geti bætt sig og um leið fengið dýrmæt tækifæri á að taka stór hlutverk sem þeir þurfa til að til að vaxa og dafna. Leikurinn byrjaði vel fyrir Suðuland sem komst strax á fyrstu mínútum í 14:3 forustu. Njarðvík er kann hinsvegar ýmislegt fyrir sér í körfuboltafræðunum og komust hægt og rólega inní leikinn. Í lok þriðja leikhluta kom áhlaup hjá Njarðvíkingum og náðu þeir að minnka muninn niður í níu stig, 65:56, og virtist allt vera að falla með Njarðvík. Suðurland náði þó að skora síðastu körfu leikhlutans og þegar klukkan gall fyrir síðast leikhluta var munurinn ellefu stig, 67:56. Í lokaleikhlutanum reyndi Njarðvík allt sem þeir gátu til að ná muninum niður þar sem þeirra bestu menn, Elías Pálsson og Join Baginski, skiptust á að skora fyrir sitt lið en náðu þó aldrei að ógna liði suðurland að verulegu marki og urðu lokatölur 94:79 Suðurlandi í vil. Flottur leiku hjá báðum liðum og gaman að byrja tímabilið á hörku leik í Hveragerði.
Stigahæstir
Suðurland
Ísak Perdue 25 stig
Hringur Karlsso 21 stig
Jónas B. Reynisson 19 stig

Njarðvík
Eías Pálsson 31 stig
Join Baginski 25 stig

Nýjar fréttir