8.4 C
Selfoss

Lokun gámasvæðis Árborgar og afgreiðslu á Austurvegi 67

Vinsælast

Vegna Covid-19 smits starfsmanns á gámasvæði Árborgar ákvað Viðbragðsstjórn Árborgar að loka gámasvæðinu og starfsstöð að Austurvegi 67 í dag, föstudaginn 21. ágúst. 

Þetta eru ítarlegri ráðstafanir en lög gera ráð fyrir en sveitarfélagið vill með þessum varúðarráðstöfunum gefa rakningarteymi almannavarna betra tækifæri til að greina stöðuna. Almannavarnir á Suðurlandi voru jafnframt upplýstar um málið.

Íslenska Gámafélagið mun leysa gámasvæðið af hólmi í dag föstudag og á morgun laugardag. Móttaka þeirra er í Hrísmýri við mótorcrossbrautina, ekið er til austurs frá hringtorgi utan ár. Opnunartími verður sá sami og á gámasvæði Árborgar.

Upplýsingar um opnun að nýju verða uppfærðar um leið og rakningarteymi almannavarna hefur lokið rakningu.

Á meðan smit er enn á ferðinni í samfélaginu og óvissuástand ríkir hvetjum við íbúa til að viðhafa persónulegar smitvarnir og gæta vel að tveggja metra reglunni, í samræmi við tilmæli yfirvalda. Því fleiri sem fylgja þessum reglum því fyrr geta heilbrigðisyfirvöld komist fyrir yfirstandandi faraldur.

Nýjar fréttir