3.9 C
Selfoss

Bjórbóndinn í Ölverk og bakaradrengirnir í GK taka höndum saman

Vinsælast

Það var eftirvænting í loftinu í brugghúsi Ölverks í Hveragerði þegar piltarnir úr GK bakaríi á Selfossi mættu með sneisafullann bíl af snúðum. Eins girnilegir og þeir voru og eru var markmiðið ekki að smakka þá að sinni. Ölgerðarmeistari Ölverks mun fara höndum um þá og gæða þá lífi og áfengisprósentu.

Piltarnir hjá GK bakaríi hafa aðeins verið að fikta með að taka bjór og hrat frá Ölverk í brauðin sín. Svo ruku möffins með bjórkremi út og margir geta ekki beðið eftir því að slegið verði í aðra slíka veislu. Nú skal snúa dæminu við, bakkelsið verður að bjór.

Ásamt snúðunum var búið að handvelja ýmis bjórgerðarhráefni til að stilla mjöðinn sem mest af. Bruggmeistarinn sagðist alltaf vera tilbúinn í að prófa hin ýmsu hráefni til bjórgerðar og var viss um að þetta gæti komið skemmtilega út.

Nú er bara að bíða og sjá hvað verður úr framleiðslunni. Það var að sjálfsögðu óskað eftir boði í smökkun þegar bjórinn er klár.

Við bíðum spennt eftir afurðunum og leyfum ykkur að fylgjast með!

Nýjar fréttir