1.7 C
Selfoss

Berjasprettan góð þetta árið

Vinsælast

Það er fleira en gullregnið sem nýtur góðs af góðu árferði, en útlit er fyrir að berjaspretta verði með allra besta móti þetta árið. Það haf borist af því fregnir að víða sé krökkt af krækiberjum, bláberjum og aðalbláberjum. Þá má ekki gleyma lystisemd náttúrunnar; villtu jarðarberjunum sem stundum leynast hér og hvar. Hvað sem því líður þá eru rifsberjarunnarnir og sólberjarunnarnir margir farnir að sligast undan ljúffengum berjunum sem bíða þess eins að verða týnd og nýtt til matar. Hér eru þau ögn farin að roðna og senn styttist í uppskeru.

Nýjar fréttir