-4.4 C
Selfoss

Tombólunni á Borg 2020 er aflýst!  

Vinsælast

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu sjáum við í Kvenfélagi Grímsneshrepps okkur því miður ekki fært að halda okkar árlegu Tombólu á Borg í ár. Á vormánuðum vorum við búnar að fara yfir allar áætlanir sem viðhafa þarf fyrir litlu sveitahátíðina okkar, Grímsævintýri, og einfalda okkur skipulagið þar sem Tombólan átti að eiga sviðið í ár.

Við viljum axla samfélagslega ábyrgð og standa ekki fyrir fjölmennum samkomum á tímum sem þessum og með því mögulega stuðla að hópsmitum.

Skipulagið á Tombólunni var langt komið og margir vinningar komnir í hús. Við munum nýta þá vinninga sem við getum geymt til næsta árs en aðrir sem ekki hafa jafnmikinn endingartíma verða nýttir í fjáröflunarviðburðum sem haldnir verða á haustmánuðum, eftir því sem aðstæður leyfa. Við sendum kærar þakkir til allra sem hafa stutt okkur með vinningum í ár sem og önnur ár.

Við komum öflugar til baka með Grímsævintýrin á næsta ári. Tombólan okkar sem halda átti í 95. skipti, fellur nú niður í fyrsta sinn síðan 1926.  Hún verður að sjálfsögðu á dagskrá að ári, til að kæta og gera okkur áfram kleift að styðja góð málefni í samfélaginu.

Kvenfélag Grímsneshrepps

 

 

Nýjar fréttir