-1.1 C
Selfoss

Hátíðum frestað á Suðurlandi

Vinsælast

Í kjölfar þeirra tilmæla sem gefin voru út í dag hefur hátíðum á Suðurlandi verið frestað eða aflýst. Aðgerðirnar taka gildi á hádegi föstudaginn 31. júlí 2020. Þá verður miðað við að fólk haldi tveggja metra fjarlægð og ekki komi fleiri saman en 100. Almenn tilmæli frá Víði Reynissyni til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum fyrir fullorðna til 10. ágúst. Íþróttafélög hafa mörg hver gripið til ráðstafana vegna þessa.

Framkvæmdastjóri Sumars á Selfossi, Sigurður Sigurðarson sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hátíðinni hafi verði aflýst. Þá var fjölskylduhátíð sem halda átti á Hótel Selfossi hefur verið aflýst. Tombólu sem halda átti að Borg í Grímsnesi hefur sömuleiðis verið aflýst.

Það er rétt að þeir sem ætluðu að sækja viðburði kynni sér með hvaða hætti eða hvort þeir verði haldnir.

 

Nýjar fréttir