-6.6 C
Selfoss

Halldóru Thoroddsen minnst í Bókakaffinu á föstudag

Vinsælast

Rithöfundurinn Halldóra Thoroddsen hefur lokið sinni jarðvist. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir verk sín og orð hennar snertu marga djúpt í hjartað.

Bókaútgáfan Sæmundur fékk gaf út hennar síðustu verk sem má nefna hér, 90 sýni úr minni mínu, Tvöfalt gler og Katrínarsaga.

Bókin Tvöfalt gler spannar stað í vináttu þeirra Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur, bókmenntafræðings og Halldóru Óskar Öfjörð sviðslistakonu.

„Ég man að ég sagði við Hörpu á minni prufu vakt hér á Bókakaffinu að ég þyrfti að lesa fleiri bækur og hún rétti mér Tvöfalt gler og sagði mér að lesa hana. Ég tók hana heim og hóf lestur, Bókin er einstaklega vel skrifuð og stutt fyrir þá sem vilja taka upp þráðinn og byrja lesa aftur þá mæli ég með að byrja á þessari!“

Bókin hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins.

Harpa Rún tekur undir og segir „Ég man þegar ég las þessa bók fyrst upplifði ég eitthvað svo sterkt, fékk oft gæsahúð yfir orðfærinu og textanum.“

Föstudaginn 31. júlí eiga þær stöllur óvænta vakt saman í Bókakaffinu. Þær hafa ákveðið að helga daginn minningu Halldóru Thoroddsen, til að sýna virðingu og minnast orða hennar, með því að lesa uppúr verkum hennar fyrir gesti og gangandi. Lesturinn verður frá klukkan 13-16, eða meðan sameiginlega vaktin stendur yfir.
Fólk getur beðið um ljóð með kaffinu sínu til dæmis.

Ekki verður um hefðbundinn upplestur að ræða heldur mun andinn svífa yfir vötnum, en þær ætla að lesa uppáhaldsbrot úr verkum hennar. Halldóra skrifaði bæði ljóð og örsögur auk lengri verka, uppfull af húmor, sársauka og sannleika, svo af nægu er að taka.

„Ef það er rólegt lesum við upp, ef það er brjálað bjóðum við fólki að lesa sjálft. Sumu verður streymt, annað tekið upp til að sýna seinna. Við ætlum að lesa úti og inni og allt um kring.“

Gestir eru hvattir til að koma og taka þátt að minnast orða Halldóru og vera ófeimnir við að spyrja og biðja um að fá að heyra nokkur orð.

 

Nýjar fréttir