-0.5 C
Selfoss

Ísólfur Gylfi leiddi sögugöngu um Hvolsvöll

Vinsælast

Föstudaginn 17. júlí gekk Ísólfur Gylfi Pálmason, með góðan hóp af fólki, um elsta hluta Hvolsvallar og sagði sögu þéttbýlisins en um hana er Ísólfur einna fróðastur manna. Ísólfur hefur einstakan frásagnarhæfileika og þéttbýlismyndunin á Hvolsvelli hefur líklega birst gönguhópnum ljóslifandi í gegnum sögur hans.

Frumbyggjar þéttbýlisins byggðu sér reisuleg og falleg hús og meðal annars var stoppað við Hvolsveg 16 þar sem afi og amma Ísólfs, þau Ísleifur Sveinsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir, byggðu sér hús er þau fluttu frá Miðkoti í Fljótshlíð. Húsið er kallað Ömmubær og er eitt af þeim fyrstu sem byggð voru á Hvolsvelli. Fyrir framan húsið hefur verið sett upp upplýsingaskilti um þau hjón og einnig er þar glerkassi með hjóli í en Ísleifur var eini fullorðni einstaklingurinn sem hjólaði um Hvolsvöll á sínum tíma.

Eitt elsta hús Hvolsvallar, gamla kaupfélagshúsið, hefur verið gert upp og er nú íbúðarhús en út frá kaupfélaginu fór þéttbýlið á Hvolsvelli að myndast.

Nýjar fréttir