1.7 C
Selfoss

Tónaflóð um landið – Aratunga

Vinsælast

Viðburðurinn Tónaflóð um landið sem hefur verið á dagskrá RUV í júlí verður í Aratungu föstudaginn 31. júlí. nk. Um er að ræða tónleika sem eru sendir beint út á RÚV og á Rás 2 og tengist tónlistin og listamennirnir landsfjórðungnum. Hljómsveitin Albatross er húsband tónleikanna en hljómsveitin er ein sú vinsælasta á landinu um þessar mundir.
Einn mikilvægasti hluti tónleikanna eru áhorfendur sem taka þátt í tónleikunum af innlifun og búa þannig til góða stemmingu. Áhorfendur eru velkomnir í Aratungu (án endurgjalds) en það þarf skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: blaskogabyggd@blaskogabyggd.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 28. júlí. Takmarkað sætaframboð er í boði og því gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Áhorfendur þurfa að mæta í Aratungu kl. 18:30 en útsending hefst kl. 19:40.

Nýjar fréttir