-1.1 C
Selfoss

Fossbúar á ferð og flugi – Árleg vorútilega vel sótt

Vinsælast

Rúmlega 60 skátar skemmtu sér við leik og störf í vorútilegu Fossbúa á Úlfljótsvatni helgina 26.-28. júní.  Að venju markar vorútilegan lok starfársins hjá félaginu en var þó mánuði seinna en venjulega vegna COVID-19.

Blómlegt starfsár hjá Fossbúum

Í samtali við Ingu Úlfsdóttur hjá Fossbúum kemur fram að Þegar litið er yfir starfsárið sést hve skátastarfið er fjölbreytt.  „Fossbúar tóku þátt í alls kyns skátaviðburðum, fóru í skálaferðir, útbjuggu rafræna ratleiki, héldu sína árlegu kvöldvöku í Sunnulækjarskóla, heimsóttu Brunavarnir Árnessýslu, hittu vinasveit í skátafélaginu Árbúum, sóttu námskeið, ungmennaþing og skátaþing.  Síðast en ekki síst fjölmenntu þeir á Úlfljótsvatn í nóvember þar sem félagsútilega var haldin með dyggum stuðningi forelda,“ segir Inga. Nú er komið hlé á starfið þar til í haust og  Fossbúar leggja varðeldaskikkjunum og skátaklútunum tímabundið á hilluna, safna kröftum fyrir komandi stafsár og hlakka til endurfunda í september.

 

Nýjar fréttir