3.4 C
Selfoss

Ferðafélag barnanna á Suðurlandi

Vinsælast

Díana Gestsdóttir.

Ferðafélag barnanna á Suðurlandi var stofnað í apríl 2019, á 10 ára afmælisári Ferðafélags Árnesinga og heyrir undir Ferðafélag Íslands. Forsprakkinn að stofnuninni er Díana Gestsdóttir, en hún er íþrótta- og heilsufræðingur og skyndihjálparkennari. „Sumarið 2019 fórum við í fjórar skipulagðar göngur, þar sem þáttaka fór fram úr björtustu vonum, mest mættu 150 manns þegar við gengum á Mosfell í Grímsnesi. Ferðir Ferðafélags barnanna eru farnar á forsendum barna og ungmenna og sniðnar að þörfum þeirra. félaginu má meðal annars skríða á maganum, vera berfættur, pissa úti, smakka á náttúrunni og verða skítugur“, segir Díana brosandi.

„Markmið ferðafélagsins er að hvetja börn og fjölskyldur til útivistar, upplifa okkar fallegu náttúru og skapa dýrmætar minningar saman.“

„Börnum finnst fátt meira spennandi og skemmtilegt en að fá að leika úti í náttúrunni, skoða og upplifa nýja hluti. Börn geta svo miklu meira en við höldum og er það iðulega þannig að þau hlaupa áfram og upp án þess að blása úr nös og skilja okkur fullorðna fólkið eftir másandi. Það er lykilatriði að taka alltaf með sér eitthvað uppáhaldsnesti sem við borðum á leiðinni og stundum rekumst við á tröll sem hafa orðið að steini, skrítin skordýr eða bælið hans Mikka refs. Alltaf einhver ævintýri.  Göngurnar eru endurgjaldslausar, eina sem þarf meðferðis er klæðnaður eftir veðri, uppáhaldsnesti og góða skapið,“ segir Díana. Það er þá ekkert eftir en að taka saman nesti og klæða sig eftir veðri og mæta. Aðspurð segir Díana auðvelt að nálgast dagskrána hverju sinni á Facebook. „Fyrsta ganga sumarsins er plönuð 6/7 eða 8 júlí (fer eftir veðri) á Miðfell sem er fjall Hrunamanna. Skemmtilegt og fallegt fjall sem auðvelt er göngu. Planið er að fara 3-4 toppa saman í sumar,“ segir Díana að lokum.

 

Nálgast má upplýsingar hér

Nýjar fréttir