7.8 C
Selfoss

Nýr leikskóli í Engjalandi á Selfossi fær nafnið Goðheimar

Vinsælast

Haldin var nafnasamkeppni um nýjan leikskóla sem rís í Engjalandi á Selfossi. Alls voru átján þátttakendur í nafnasamkeppninni sem áttu vinningstillöguna sem varð fyrir valinu, en leikskólinn hlaut nafnið Goðheimar. Dregið var á milli þátttakenda hver þeirra fengi verðlaun en það var  Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir sem hreppti þau. Í verðlaun var út að borða fyrir tvo í Tryggvaskála og fallegur blómvöndur. Það voru Arna Ír Gunnarsdóttir formaður fræðslunefndar og Anna Ingadóttir deildarstjóri skólaþjónustu sem veittu verðlaunin.

Nýjar fréttir