-6.6 C
Selfoss

Andri Már er íþróttamaður ársins 2019 í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Andri Már Óskarsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2019 í Rangárþingi eystra. Hann tók við verðlaunum við hátíðlega athöfn á 17. júní á Hvolsvelli. Andri var einn af þremur íþróttamönnum í sveitarfélaginu sem voru tilnefndir. Auk hans voru þau Lucile Delfosse blakkona tilnefnd en hún spilar með blakliði Dímonar og Bjarki Oddsson sem er markmaður hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga.
Í umsögn um Andra kemur fram að hann er einn af bestu kylfingum landsins, hann hefur stundað golf frá unga aldri og hefur náð góðum árangi. Hann kemur vel fyrir, er yfirvegaður og kurteis golfari hvort heldur sé á golfvellinum eða í hinu daglega lífi. Andri var valinn klúbbmeistari GHR árið 2019. Hann náði góðum árangri í Íslandsmóti í höggleik og Íslandsmóti í holukeppni árið 2019 og er hann í 5 sæti á stigalista GSÍ. Til hamingju Andri Már

Nýjar fréttir