5 C
Selfoss

Áhugaverð listasmiðja við ströndina fyrir börn í Árborg

Vinsælast

Alda Rose myndlistarkona og listgreinakennari býður nú aftur uppá myndlistar námskeiðið Listasmiðja við Ströndina fyrir börn í Árborg. Smiðjan fer fram á efri hæð Gimli á Stokkseyri. Námskeiðin eru tvö, fyrir sitt hvorn aldurshópinn. Yngri hópurinn fer m.a. í vettfangsferðir í sveit og fjöru í leit að efniviði og innblæstri, auk þess að teikna og mála útivið svo eitthvað sem nefnt. Einnig fá þau að prófa ýmsar grafíkaðferðir. Á seinna námskeiðinu sem er fyrir 13-16 ára er áherslan lögð á grafík og silkiþrykk. Þátttakendur fá tækifæri að teikna og hanna myndir til að þrykkja á fatnað og plaköt og kynnast mismunandi grafíkaðferðum.

Alda Rose hefur komið að mörgum verkefnum og smiðjum í gegnum tíðina sem má nefna t.d. viðburðum fyrir menningarnótt Reykjavíkurborgar hjá Íslenskri Grafík, smiðjum og sýningum barna og unglinga í tengslum við Barnamenningarhátíð, og margt fleira.

Listasmiðjan er haldin á milli kl:9:00-13:00 frá 29.júní-3.júlí (7-12 ára) og 20.-24.júlí (13-16 ára) á BrimRót, efri hæð Gimli á Stokkseyri. Allur efniskostnaður er innifalinn. Fyrirspurnir og skráning sendist á listastrondin@gmail.com.

 

Nýjar fréttir