7.8 C
Selfoss

Glæsileg dagskrá á sautjándanum í Árborg

Vinsælast

Sautjándinn er haldinn með breyttu sniði í Árborg, en ekki verður farið í heðfbundna skrúðgöngu vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru. Þrátt fyrir það er nóg annað um að vera. Vegna fjöldatakmarkana er lögð áhersla á að dreifa dagskránni sem mest um bæinn og stíla hana inn á mismunandi aldurshópa. Þá er frítt á alla viðburði og afþreyingu sem finna má á hátíðinni.

Sundlaugin opin og Selfossrútan á sínum stað

Ákveðið var að hafa sundlaugina opna, en þar verður sundlaugaball. Tónleikar í Tryggvagarði, skemmtidagskrá í Sigtúnsgarði, björgunarsýning við Björgunarmiðstöðina á Selfossi er dæmi um það sem um er að vera á hinum ýmsu stöðum. Þá er Selfossrútan auðvitað á sínum stað.

Spennandi kvöldvaka hjá eldri borgurum meðal nýjunga

Í Mörk, við Grænumörk verður kvöldvaka hjá eldri borgurum. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara verður kynnir kvöldsins. Þá kemur Sigríður Thorlacius og heillar fólk sem söng sínum. Jóhannes eftirherma mætir á svæðið ásamt fríðu föruneyti eins og hann er best þekktur fyrir.

 

Hlekkur á Dagskrá 17. júní í Árborg

Nýjar fréttir