4.5 C
Selfoss

Bókakaffið kemur í borgina

Vinsælast

Bókakaffið á Selfossi teygir arma sína yfir heiðina að minnsta kosti fram yfir verslunarmannahelgi samkvæmt fregnum úr herbúðum Bókakaffisins. Á þriðjudaginn 16. júní  klukkan 13 var opnaður bókamarkaður í Ármúla 42 í Reykjavík. Á boðstólum eru þúsundir bókatitla á einum stað. Bækurnar koma frá fornbókabúðinni okkar og forlaginu Sæmundi, en einnig má finna þarna bækur frá helstu forlögum sunnan heiða. Heitt á könnunni og notaleg bókastemmning fyrir unnendur bóka. Opið er sex daga vikunnar frá 13 til 18.

 

 

 

 

Nýjar fréttir