7.3 C
Selfoss

Hald lagt á 30 kíló af kannabisefnum á Suðurlandi

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi haldlagði tæp þrjátíu kíló af kannabisefnum sem fundust í flutninga bifreið sem staðsett var í uppsveitum Árnessýslu. Tveir aðilar voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins. Þeir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt lögreglunni miðar rannsókn málsins vel áfram.

Húsleit á Selfossi og grunur um sölu á fíkniefnum

Í lok síðustu viku gerði lögreglan húsleit á Selfossi þar sem töluvert magn fíkniefna fannst, sum í söluumbúðum. Húsráðandi, sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna, var handtekinn í þágu rannsóknar málsins, en látinn laus að skýrslutöku lokinni. Lögreglan á Suðurlandi naut liðsinnis hjá fíkniefnaleitarhundinum Stormi við húsleitina. Rannsókn málsins miðar vel áfram að sögn lögreglu.

Fíkniefnasíminn öflugur liðsmaður í baráttunni við fíkniefnavandann

Lögreglan á Suðurlandi minnir á fíkniefnasímann 800 5005 og netfangið info@rls.is sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollgæslu og liður í baráttu gegn fíkniefnavandanum. Þá má hafa sambandi við 112. Hægt er að skila inn upplýsingum nafnlaust.

Nýjar fréttir