-11.6 C
Selfoss

Litla kaffistofan 60 ára í dag

Vinsælast

Litla kaffistofan við Suðurlandsveg er sextug í dag en hún var stofnuð 4. júní árið 1960. Litla kaffistofan er í eigu Olís. Litla kaffistofan hefur markað spor í þjóðarsálina og margir ferðalangar eða atvinnubílstjórar koma þar við og þiggja veitingar, nú eða leita skjóls í vondum veðrum. Afmælisveislunni sjálfri verður skotið á frest, en til stendur að halda veislu sem nánar verður auglýst síðar. Þegar við spurðum hvað var í „afmælismatinn“ svaraði afgreiðslumaðurinn: „Nú hér var lambaprime, baunir, rauðkál og piparsósa.“ Þá er líklegt að einhver hafi fengið sér pönnuköku með rjóma og sultu í desert. Dagskráin óskar Litlu kaffistofunni til hamingju með sextíu árin.

 

Nýjar fréttir