-8.7 C
Selfoss

Guðmundur Franklín á ferð um Suðurland

Vinsælast

Í síðustu viku var forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín á ferð um Suðurlandið og kynnti fyrir fólki það sem framboð hans stendur yfir. „Það er búið að vera ákaflega gaman að fara um á Suðurlandinu. Auðvitað byrja ég hér á Suðurlandi því að ég er ættaður héðan úr Fljótshlíðinni. Ég er búinn að vera hér á Suðurlandinu síðan á mánudag keyrandi um. Það er þannig að allir vilja taka spjallið og tíminn er knappur. Það hefur endað í því að það seinkar yfirferðinni aðeins en það kemur ekki að sök,“ segir Guðmundur Franklín.

26. greinina þarf að virkja og nýta

Í baráttu sinni hefur Guðmundur Franklín rætt um 26. greinina og mikilvægi hennar fyrir Íslendinga. „Það má með sanni segja að Ólafur Ragnar hafi breytt embætti forseta til hins betra þegar hann vakti 26. greinina til lífsins eða málskotsréttinn svokallaða. Þessi hugrakka breyting gerði okkur kleift að kjósa m.a. um „Svavarssamninginn“ í Icesave-málinu svokallaða og spara þjóðinni stórfé og sannaði þá gjá sem myndast milli þings og þjóðar í umdeildum málum. Mér hefur ekki fundist núverandi forsesti vera nægilega vakandi fyrir því að nota þennan öryggisventil í umdeildum málum eins og Orkupakkammálinu eða Landsréttarmálinu.

Milligöngumaður milli þings og þjóðar

Aðspurður um hvernig forseti Guðmundur sér fyrir sér að hann verði segir hann: „Sanngjarn, réttlátur og heiðarlegur. Ég mun passa upp á að hlusta á fólkið í landinu en uppspretta valdsins kemur frá þjóðinni og þess vegna mikilvægt að hlusta á þjóðina og vera milligöngumaður milli þingsins og þjóðarinnar þegar gjáin opnast. Það er meira og meira núna undanfarin ár sem að gjáin er að dýpka og breikka. Það á að vera forsetans starf að pass upp á það að það sé talað saman.

„Mér hefur fundist eftir því sem fram líða stundir að ríkisstjórnir landsins verði ófyrirleitnari við að ganga fram gegn vilja þjóðarinnar og svíkja kosningaloforð. Þegar málum er svo háttað á þann veg að fólkið í landinu og þingið tala eru ekki á sama máli, sé hægt að grípa inn í með málskotsrétti. Þá er lykilatriði að forseti geri það sem hann geti þegar ríkisstjórnin fer offari og ætlar sér að innleiða óheppilegar Evrópureglugerðir í gegnum þingsályktunartillögur. Í þessháttar tilfellum þarf forseti að bjóða ríkisstjórninni á sinn fundi og þrýsta á um að hún fari að vilja þjóðarinnar og halda þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Guðmundur Franklín að lokum.

 

Nýjar fréttir