2.3 C
Selfoss

Kvennalið Hamars í Hveragerði og Þórs í Þorlákshöfn í samstarf

Vinsælast

Körfuknattleiksdeildir Hamars í Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn hafa ákveðið að ganga til samstarfs í meistaraflokki kvenna og vera með sameiginlegt lið í 1. deild kvenna á næsta leiktímabili.  Sameiginlegt lið býr að góðum grunni meistaraflokksliðs Hamars sem leikið hefur í 1. deildinni undanfarin ár og stefnt er á efla þann hóp og halda áfram að byggja upp til framtíðar. Liðið mun æfa og keppa bæði í Hveragerði og Þorlákshöfn og er mikil spenna fyrir þessu sameiginlega verkefni.

Fyrsta verk nýskipaðs meistaraflokksráðs Hamars-Þórs var að ráða þjálfara og mun Hallgrímur Brynjólfsson þjálfa liðið næstu þrjú leiktímabil.   Hallgrímur hefur víðtæka þjálfarareynslu og þjálfaði meðal annars kvennalið Hamars frá 2012-2015 og kom liðinu þá upp í efstu deild. Hallgrímur hefur lokið þjálfaragráðu FECC frá FIBA auk þess sem hann hefur setið fjölmörg þjálfaranámskeið á vegum KKÍ.

Meistaraflokksráðið skipa Bjarney Sif Ægisdóttir, Guðni Birgisson, Gunnsteinn R. Ómarsson, Katrín Alda Sveinsdóttir, Jón Páll Kristófersson og Rannveig Reynisdóttir.

Nýjar fréttir