2.8 C
Selfoss

Fyrir neðan allar hellur þegar fólk gabbar viðbragðsaðila

Vinsælast

Þeir sem blaðamaður hefur rætt við í dag um mál manns sem tilkynnti um og laug að maður hefði fallið í Ölfusá voru verulega hneykslaðir yfir því að einhver gerði sér þetta að leik. Flestir vildu að aðilar sem yrðu upvísir að hegðun sem þessari fengju ærlegt tiltal og sektir þannig að fordæmi yrði sett með skýrum hætti. „Þetta er held ég eitthvað sem enginn hefur nokkurn einasta húmor fyrir á þessu svæði. Það kippir í taugar allra hér að heyra að einhver hafi farið í ána. Að það reynist svo ekki flugufótur fyrir því og að fólk hringi út viðbragðsaðila sem grípa í tómt er bara alveg fyrir neðan allar hellur.“

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn sagði í samtali við mbl.is að maðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla verður tekin af honum. „Það er refsivert að gabba lögreglu og það brot er til rannsóknar. Hvert framhaldið verður, verður metið þegar öll gögn eru klár,“ sagði Oddur í samtali við mbl.is.

 

Nýjar fréttir