-4.1 C
Selfoss

Poolstofan opnar á Selfossi

Vinsælast

Fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 12  mun Poolstofan á Selfossi opna dyrnar fyrir viðskiptavinum sínum að Eyravegi 32. Áhersla staðarins er að vera fjölskylduvænn á daginn og hækka örlítið róminn á kvöldin. „Það verður gaman að koma hingað með fjölskyldunni og eiga góða stund saman. Hvort sem það er að fara í pool, pílu, teikna eða horfa á teiknimyndir með Tomma og Jenna. Staðurinn er staðsettur bak við Búlluna á Eyravegi og hægt verður að panta mat á Búllunni og fá hann yfir, en innangengt er á milli staðanna.

Stemning allan daginn, líka á kvöldin

„Þetta er fjölskylduvænn staður fyrst og fremst. Þegar kvölda tekur hækkar aðeins í tónlistinni. Þetta er ekki beint bar, en með bar ívafi og alls ekki í boði að vera of drukkinn ef svo má að orði komast. Svo munum við bjóða upp á að hægt verði að leigja staðinn eftir kl. 21. Þá er hægt að hafa hér starfsmannagleði, afmæli og hvað eina. Opnunartíminn er frá kl. 12 alla daga vikunnar til kl. 21. Á boðstólnum verður meðal annars „Crazy Shake“, úrval af kaffi og kaffidrykkjum, kökur, gos í gleri með lakkrísröri, það er svo fáránlega gott. Að auki er svo úrval af áfengum drykkjum fyrir þá sem það vilja. Svo má ekki gleyma öllu því sem hægt er að panta frá Búllunni og hingað yfir, segir Ólöf Arna Gunnlaugsdóttir, rekstrarstjóri Poolstofunnar á Selfossi.

 

 

 

Nýjar fréttir