-0.5 C
Selfoss

Matkráin í Hveragerði hlýtur umhverfisverðlaun bæjarins

Vinsælast

Matkráin í Hveragerði hefur skapað sér gott orðspor undanfarið með góðum mat og notalegu yfirbragði. Eigendur Matkrárinnar eru þeir Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson. Enn ein rósin í hnappagat þeirra bættist við þegar þeir hlutu Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.

Afar ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu

„Við erum rosalega ánægðir með viðurkenninguna. Þetta er mikil viðurkenning á okkar störfum. Og við erum afar þakklátir fyrir þetta,“ segir Jakob Jakobsson, annar eiganda Matkrárinnar í stuttu samtali við Dagskrána. Það er Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem árlega stendur fyrir vali á þeim sem hljóta skal umhverfisverðlaun bæjarins. „Viðurkenning ársins er veitt fyrir vel heppnaða breytingu á húsnæði og umhverfi þess, þar sem smekkvísi og hugmyndaauðgi hefur gætt aðalgötu bæjarins auknu lífi,“ segir í tilkynningu frá Hveragerðisbæ. Verðlaunahafar fá á hverju ári tré Hveragerðisbæjar, rósarkirsi, til gróðursetningar á áberandi stað auk verðlaunaskjals sem í ár er hannað af Hrund Guðmundsdóttur.

 

Nýjar fréttir