-0.5 C
Selfoss

Kótilettan enn á dagskrá

Vinsælast

Margir geta dregið andann léttar í kjölfar tilkynningar frá aðstandendum Kótilettunar. Það tilkynntist í gær að EKKI væri búið að aflýsa hátíðinni. Verið væri að bíða og sjá hvernig mál þróast á landinu. Hátíðin er fjölskyldu, tónlistar og grillhátíð sem hefur skipað sér sess í huga margra sem sækja hátíðina á hverju ári, en hún varð tíu ára í fyrra.

Ólíklegra að hefðbundin dagsetning haldi

Í tilkynningunni kemur fram ólíklegt sé að dagsetning hátíðarinnar verði með hefðbundnu sniði en hún hefur verið haldin annar laugardag í júní. Bjartsýnin er þó ávallt á lofti hjá aðstandendum hátíðarinnar og telja þeir ekki alla nótt úti með að hún verði á sínum stað á réttum tíma. Möguleiki er þó á því að færa hana eitthvað. Alltént skýrist þetta allsaman á allra næstu dögum.

Þarf að klára veirufjandann með stæl svo hátíðin verði að veruleika

Það er auðvitað veiran sem setur þetta strik í reikninginn með mannfagnaði og hátíðarhöld víða um land. Það er því brýnt fyrir öllum að vanda okkur áfram og fara að fyrirmælum. „Eins og áður sagði þá er þetta háð því að við klárum þetta með stæl, en jafnframt er það er ÖLLUM ljóst ef veiran heldur áfram grasserast inn í sumarið þá verður engin hátið, seiftí först… með samtaka mætti og vandvirkni okkar getum við klárað þetta (stoppað veiruna ), þá ætti lífið að komst á réttara ról smátt og smátt.“

 

Nýjar fréttir