-5 C
Selfoss
Home Fréttir Matgæðingur vikunnar stingur upp á sviðum

Matgæðingur vikunnar stingur upp á sviðum

0
Matgæðingur vikunnar stingur upp á sviðum

Matgæðingur vikunnar er Sigurður Hjaltested. Hann býður upp á útisoðin sumarsvið, sem eldist á laugardögum. Hér að neðan má sjá hvernig best er að bera sig að við að hantera kjammana.

Hráefni

Allt sem finnst við tiltekt í frystikistunni, tilvalið að efla samhuginn og  ungmennafélagsanda, bjóða fleirum að koma með úr sínum kistum. Lykliatriðið er samt að svið finnist einhverstaðar og betra eftir því sem neðar í kistuna er komið.

Rótargrænmeti af öllum stærðum og gerðum, þarna er tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og taka til í ískápnum. kerfill úr gamla bæjarhaugnum tilvalið að fá krakkana til að hlaupa eftir því,  þá er gott að eiga dass grófu salti og gaman að prófa sig áfram með allskonar krydd og jurtir.

Aðferð

Finna stóran og góðan pott helst úr mjólkurhúsi bílskúr vélargeymslu, nú eða fá lánað hjá góðum granna, fylla pottin af vatni með garðslöngunni skella sviðum rótargrænmeti og öðru sem fannst út í  pottin og kynda undir með kolum eða timbri, hræra örlítið upp í þessu rétt til að byrja með, svo er tilvalið að ræsa slátturvélina og slá garðin á meðan suðan kemur upp, grípa sér sjálfur svo vænan kjamma, og krakkaranir eru alveg vitlausir í þetta því get ég lofað.