-1.1 C
Selfoss

Íhlaupamatgæðingur vikunnar með hlutina á tæru

Vinsælast

Matgæðingur og íhlaupamaður vikunnar er Páll Sigurðsson. Hann er ekki þekktur af öðru en gómsætum mat á heimsmælikvarða. Nú er ekki annað að gera en að smakka þetta hjá Páli. Við þökkum honum fyrir skjót viðbrögð.

Kjúklingalundir í Madeira

1 bakki kjúklingalundir

1 box sveppir

250 ml rjómi

2 dl Madeira

Kjúklingakraftur

Salt og pipar

Hveiti

Smjör til steikingar

Aðferð

Saltið og piprið lundirnar og veltið þeim svo upp úr hveiti. Hitið smjör á pönnu og steikið lundirnar á báðum hliðum og látið brúnast aðeins. Takið lundirnar pönnunni og setjið á fat, steikið svo sveppina, bætið við smjöri ef þarf. Þegar sveppirnir eru steiktir setjið þið Madeira og rjómann saman við og hrærið vel í. Setjið þá kjúklingalundirnar út í og látið sjóða þar til lundirnar eru gegneldaðar. Bragðbætið með kjúklingakrafti.

 

Spagetti Pallanara

Flestir kannast við spagetti Carbonara, hugmyndin að þessum rétti kemur úr þeirri átt.

Spaghetti, nóg fyrir 4.

12 sneiðar beikon.

150 grömm trufluostur sneiddur í þunnar sneiðar, má vera meira.

4 dl mjólk.

Kjúklingakraftur.

Aðferð

Sjóðið pastað. Skerið beikonið í litla bita og steikið í ofni eða á pönnu.

Þegar spaghettið er að verða tilbúið takið þá steikarpönnu og setjið mjólkina og ostinn þar á og látið sjóða, hrærið í á meðan og látið ostinn bráðna, bragðbætið með kjúklinga  kraftinum. Sigtið vatnið frá spaghettinu og setjið á pönnuna ásamt beikon bitunum. Veltið þessu öllu saman og látið sjóða. Sósan ætti að þykkna svolítið við suðuna.

Berið fram með möluðum pipar.

 

Nýjar fréttir