-4.4 C
Selfoss

Félagsheimilið Árnes 50 ára á sumardaginn fyrsta

Vinsælast

Á sumardaginn fyrsta 1970 var Félagsheimilið Árnes vígt og tekið formlega í notkun og er því 50 ára.

Húsið varð til þess að blómaskeið menningar- og félagslífs Gnúpverjahrepps rann upp því húsið var hið glæsilegasta á alla lund. Leiksvið hússins var það næst stærsta á landinu með 7 metra lofthæð og fullkomnum búningsherbergjum. Leiksvið Þjóðleikhússins var einungis stærra, og kom Þjóðleikhúsið með sýningar og setti upp í Félagsheimilinu. Þar fóru t.d. á kostum Bessi Bjarnason, Gísli Halldórsson og margir fleiri. Félagsheimilið leysti af Ásaskóla sem samkomuhús sveitarinnar. Félagsheimilið Árnes heldur enn stöðu sinni sem samkomuhús, með 360 manns í sæti en þar eru nú einnig skrifstofur sveitarfélagsins, skólamötuneyti fyrir grunn- og leikskólann, íþróttir grunnskólans eru kenndar í húsinu og upplýsingamiðstöðin Þjórsárstofa er þar og veitingasala hefur oft verið þar. Leiksýningar eru settar upp af Ungmennafélagi Gnúpverja sem hefur verið duglegt og gefandi í gegnum árin ásamt Kvenfélagi Gnúpverja sem gaf mikið til hússins, sérstaklega á árum áður. Þá eru söngæfingar, fundir og alls kyns samkomur einnig haldnar í húsinu.

Nýjar fréttir