-0.5 C
Selfoss

Hnykla vöðvana í gluggum Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi

Vinsælast

Mikið hefur verið rætt um það að létta lundina á tímum Covid-19 veirunnar þessa dagana. Ein af þeim hugmyndum sem kom fram var að setja bangsa í glugga til að gleðja börn á göngu þannig að þau geti talið bangsana og virt þá fyrir sér. Í Breiðholtinu í Reykjavík kom svo upp sú hugmynd að heimilisfeðurnir færu út í glugga og skemmtu þar með öðrum með uppátækinu. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu munu verða í gluggunum í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi kl. 14 í dag.

Um að gera að létta undir með húmorinn að vopni

„Við sáum þessa umræðu og hugsuðum með okkur að þetta yrði okkur og öðrum til skemmtunar. Hér eru stæltir strákar sem ætla að hnykla vöðvana í takt við sírenur og blikkandi ljós, segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri aðspurður um fregnirnar. Hvernig verður þessu háttað? „Við munum auðvitað koma okkur fyrir í gluggum, setja út einhverja bíla og hafa tónlist. Í samkomubanninu geta svo áhugasamir komið og keyrt hér fram hjá og séð herlegheitin. Þetta verður heljarinnar húllumhæ,“ segir Pétur. Á öllu er að heyra að slökkviliðsmennirnir leggi sig í líma við þetta verkefni sem önnur og aldrei hafi verið æft jafn stíft innan veggja BÁ. Það er ljóst að Dagskráin mun mæta á vettvang og smella nokkrum myndum! „Við minnum auðvitað fólk að virða allar reglur um samkomubann og ekki fara úr bílum sínum, spenna beltin og fara varlega,“ segir Pétur að lokum. -gpp

Nýjar fréttir