-6.6 C
Selfoss

Halda pub quiz í samkomubanni

Vinsælast

Á árunum 2007-2009 voru Krúsar-quizin fastapunktur í skemmtanalífi Selfyssinga og Sunnlendinga. Nú hafa brautryðjendurnir Leifur og Már ákveðið að rifja upp gamla takta og ætla að henda í „Old School“ Selfoss style pub quiz (spurningaleik).

Á tímum samkomubanns er því miður ekki hægt að hittast og taka léttan spurningaleik, þannig að þeir hafa fært leikinn inn á Kahoot og Youtube Live. Kahoot er spurningaforrit sem bæði er hægt að sækja í snjalltækjum og nota beint á vefsíðunni www.kahoot.it í tölvunum.

Spurningunum verður streymt á Youtube Live rás og opnar kl. 20:30 á fimmtudaginn nk. Hlekkurinn verður kynntur á Facebook í grúppunni Íbúar á Selfossi, Twitter og Instagram.

Kaffi krús og Vor veita glæsileg verðlaun og ef vel tekst til verður leikurinn endurtekinn að viku liðinni.

Hvetjum við alla til að taka þátt í þessu skemmtilega uppátæki þeirra félaga.

Nýjar fréttir