-0.5 C
Selfoss

Fjölbrautaskóli Suðurlands vinnur dyggilega með nemendum sínum

Vinsælast

Í samtali við Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara FSu kemur fram að vel hafi gengið að koma nemendum af stað í breyttu umhverfi. „Verknámskennarar sniðu lokavikuna í samræmi við yfirvofandi lokun kenndu verklegt og geymdu það bóklega og því stóðu þeir ágætlega. Munu kenna fagbóklegt í verknáminu á meðan á lokun stendur, fram að páskum en setja fókus á verklegt nám eftir páska og út önnina. Flestir nýta Innu og svo Teams til að vera í beinum samskiptum við hópa og einstaklinga innan þeirra sem gengur vel,“ segir Olga.

 

Nemendur sem standa höllum fæti fá góða aðstoð

Ljóst er að námið er krefjandi í fjarvinnu og getur haft áhrif á nemendur sem standa höllum fæti fyrir. „Kennarar vísa nemendum sem eru í námsvanda eða mæta illa í námið (rafrænt) á námsráðgjafa sem hringja í nemendur og/eða styðja þau af öllum mætti. Ráðgjafarnir eru svo duglegar að nýta heimasíðu námsráðgjafa og Instagram reikning sinn til að setja inn hvetjandi upplýsingar til nemenda. Sálfræðingur skólans tekur nemendur í viðtöl í gegnum síma og það virkar vel.“

Rafrænar kaffipásur í sumum deildum

Nú er ákveðin fjarlægð í svona fjarvinnu, hefur það engin áhrif? „Kennarar eru í góðum samskiptum sín á milli og skiptast á upplýsingum og leiðbeiningum sín á milli til að hjálpast að. Í sumum deildum hittist fólk rafrænt í kaffipásum. Tölvusnillingarnir okkar hafa einnig aðstoðað fólk í að ná sambandi og tengjast í allar áttir. Einnig hafa þeir stutt nemendur sem vantað hefur leiðsögn í upphafi náms. Við reynum að styðja þá tvo kennarar sem veiktust en annar er á batavegi en hinn virðist ekki veikjast mikið. Þeir hafa sinnt nemendum í veikindunum. Þau okkar sem eru í sóttkví höfum það fínt og erum partur af hópnum. Allir passa uppá hvern annan,“ segir Olga að lokum.

 

Nýjar fréttir