-0.5 C
Selfoss

Tilkynning frá Bókasafni Árborgar

Vinsælast

Bókasafn Árborgar hefur nú stytt opnunartímann í 10 – 18 á virkum dögum, við höldum laugardagsopnum áfram enn um sinn frá 10-14. Almenningssöfnin á Stokkseyri og Eyrarbakka eru með óbreyttan opnunartíma. Þannig getum við skipt okkur í tvö lið og vonandi þjónað samfélaginu aðeins lengur en ella. Við þrífum bækurnar með sótthreinsandi efnum og setjum þær í „sóttkví“ í a.m.k. 15 tíma áður en þær fara út aftur. Eins og allir reynum við að virða tveggja metra mörkin við annað fólk og fara yfir snertifleti á safninu oft á dag.

Því miður verðum við að taka leikföng, kaffi og blöðin úr umferð í bili skv þeim reglum sem landlæknir er nú að gefa út. Við ætlum reyna að koma á heimsendingarþjónustu í næstu viku og munum setja símanúmer á heimasíðu og facebooksíðu safnsins eftir helgina.. Fyrstu um sinn verður það bara á Selfossi svo sáum við til hvernig veður, færð og mannafli spila með okkur í því.

En eins og einhver sagði meðan ekki er hægt að ferðast í raunheimum þá bera bækurnar okkur til fjalægra staða, sóklerfa jafnvel og þangað er gott að leyta og hlú að sjálfum sér og sínum, ímyndunaraflinu og sköpunargáfunni meðan ósköpin ganga yfir.

Annars bara góðar og þokkalega glaðar og hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Bókasfansdömurnar.

p.s. á þessum tímum breytast hlutirnir hratt svo endilega kíkið þið á facebook-síðuna okkar til að fá upplýsingar.

 

Nýjar fréttir