-1.1 C
Selfoss

Álytun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga

Vinsælast

Bæjarráð Svf. Árborgar hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að leita allra leiða í þeirri
viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldursins.
Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í
ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður
yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum.

Svf. Árborg hefur nú þegar sent frá sér lista til Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir þær framkvæmdir sem sveitarfélagið sjálft gæti framkvæmt og ríkið komið að, auk þess sem þar er bent á stærri framkvæmdir sem væru alfarið á færi ríkisins. Má í því sambandi nefna lúkningu á menningarhúsinu á Selfossi, sem orðið er afar brýnt að tekið verði í notkun – í ört vaxandi samfélagi Suðurlands.

Sérstaklega má undirstrika mikilvægt og arðbært verkefni á listanum sem er þekkingar- og
skrifstofusetur á Selfossi með „Staðarráðuneyti“ sem kjarnastarfsemi. Kjarni þess væri
skrifstofa ráðuneytanna, með skrifstofustjóra, fyrir starfsmenn ráðuneyta og jafnvel
ríkisstofnana sem búa á Suðurlandi. Slíkt verkefni stuðlar að störfum án staðsetningar og mundraga mjög úr umferðarálagi og ferðum yfir Hellisheiði. Í því sambandi má benda á að um 20% íbúa sveitarfélagsins sækja störf sín á höfuðborgarsvæðið. Meirihluti þess fólks er
háskólamenntað fólk sem starfar hjá fyrirtækjum, stofnunum og ráðuneytum staðsettum á
höfuðborgarsvæðinu.
Stærri framkvæmdir, sem ríkið gæti framkvæmt í sveitarfélaginu, snúa helst að nauðsynlegum samgöngumannvirkjum, s.s. nýrri brú yfir Ölfusá, göngubrú við hlið þeirrar gömlu ogtvöföldun hringvegar að Þjórsárbrú. Einnig er augljós þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum en þeim sem nú eru í byggingu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Bæjaryfirvöld munu á næstu dögum og vikum fylgjast vel með þróun mála með tilliti til
hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og lýsa sig reiðubúin til samstarfs við alþingi og ríkisstjórn um leiðir til að lágmarka efnahagslegt tjón vegna COVID-19 faraldursins.

Eggert Valur Guðmundsson – Tómas Ellert Tómasson – Gunnar Egilsson

Nýjar fréttir