-10.7 C
Selfoss

Dagbók lögreglunnar á Suðurlandi

Vinsælast

Ýmissa grasa kennir að venju í dagbók lögreglunnar. Lífið hefur sinn vanagang að einhverju leyti, þrátt fyrir sóttkví og samkomubann.

Níu sætt einangrun í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi

Mikil vinna er hjá lögreglunni á Suðurlandi vegna Covid-19 faraldursins eins og hjá öðrum viðbragðsaðilum. Aðgerðastjórn almannavarna er virk, en vinna í kringum aðgerðarstjórnina er að mestu unnin í fjarfundabúnaði. Alls hafa 9 einstaklingar sætt einangrun í umdæminu skv. skráningum.

Af öðrum embættisverkum hjá lögreglunni er það helst að frétta að dráttarvél með heyvagn var kyrrsett vegna ljósleysis á Selfossi. Vagninn var algerlega ljóslaus og rúllum þannig staflað á hann að ógjörningur var að sjá afturljós dráttarvélarinnar.

30 teknir fyrir of hraðann akstur

Þá voru tveir einstaklingar stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæminu. Annarsvegar kona á ferð á Selfossi og hinsvegar karlmaður á ferð um Hvolsvöll. Bæði gáfu blóðsýni. Þá voru höfð afskipti af ökumanni 19 farþega hópbifreiðar en rekstrarleyfi fyrirtækisins reyndist útrunnið.

Alls voru þrjátíu og þrír kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku. Af þeim voru 24 á svæðinu kringum Vík og Kirkjubæjarklaustur. Þá voru 9 kærðir fyrir of hraðann akstur í Árnessýslu. Ökumaður sem sviptur hefur verið ökurétti var kærður sinn hvorn daginn fyrir að aka sitt hvoru ökutækinu sviptur ökurétti á Selfossi.

Enginn meiddist í umferðaróhöppum

Alls voru fjórtán umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í vikunni. Öll voru þau án meiðsla. Í einu tilviki var þar um að ræða 14 manna rútu sem fór út af Suðurlandsvegi skammt vestan Markarfljóts. Önnur bifreið kom á vettvang og tók við akstri fólksins.

 

 

Nýjar fréttir