-2.1 C
Selfoss

Að æfa sig í umönnun

Vinsælast

Hér í Árborg höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 9. bekk að taka þátt í forvarnar- og jafnréttisverkefninu „Hugsað um ungbarn“. Markmiðið með raunveruleikanáminu er gefa nemendum innsýn í ábyrgðina og álagið sem fylgir því að annast ungbarn.  Vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast og þarf stöðugt að vera í umræðu. Nokkrum árum eftir grunnskólanám eru nemendur jafnvel að vinna á leikskólum og víðar í umönnunar og uppeldisstörfum og því mikilvægi fræðslu augljós.

Verkefnið felst í því að nemendur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn” í 2 sólarhringa. Ungbarnahermirinn sem notaður er í 90 löndum og forritaður með raunupplýsingum, og því er um „ekta“ þarfir að ræða sem nemendur þurfa að sinna. Nemendur þurfa að finna út hverjar þarfir ungbarnsins eru og það er misjafnt hvort gefa þarf brjóst/pela, skipta um bleiu, láta barnið ropa eða hugga það og alltaf þarf að passa að halda undir höfuðið.  Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Til að geta lesið þarf ákveðna grunnfræðslu. Í verkefninu fá drengir og stúlkur, grunnfræðslu í umönnun ungbarna.

Tímabilið frá getnaði til 2ja ára leggur grunninn að lífsgæðum og fullorðinslífi einstaklingsins. Fjölþjóðlegar rannsóknir sýna að þegar þroski barns er undir meðallagi fyrsta æviárið er barnið mun líklegra til að dragast enn meira aftur úr næstu árin.

Til að geta uppfylt þarfir barns fyrir ást og umhyggju verða foreldrar að finna til öryggis í hlutverki sínu. Því er afar mikilvægt að styrkja foreldra framtíðarinnar og stuðla að aukinni öryggiskennd þeirra í umönnun ungbarna. Fyrstu árin eftir fæðingu barns reynir mikið á foreldrana. Vitað er að innsýn í þarfir ungbarna hjálpar pörum að takast á við streituna sem fylgir aðlögun að foreldrahlutverkinu. Ein birtingarmynd streitunnar er að 30% skilnaðarbarna eru þriggja ára og yngri.

Nemendur, sem taka þátt í þessu mikilvæga og merkilega verkefni, stofna oft til foreldrahópa, þar sem þeir koma saman með „börnin“  styrkir bæði vinatengsl og jafningjafræðslu.“ Reynsla nemenda af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið“ og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum sýnist þegar honum dettur það í hug  er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins.

Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það skapast tækifæri fyrir innihaldsríkar samræður. Umræða um kynjahlutverk, kynlíf og ábyrgð þess, samskipti kynjanna og gagnkvæma virðingu eru einnig tilvalin umræðuefni í þessu samhengi. Jafnréttisumræðan  og umræðan um kynbundið áreiti og ofbeldi getur einnig fléttast inn með mikilvægum hætti.

Í skólastarfi er vitað að árangur starfsins byggist fyrst og fremst á sameiginlegri umhyggju foreldra og skólaog árangri í uppeldishlutverkinu.  Það er afar mikilvægt að skólinn leggi sitt að mörkum til þess að virkja og styrkja nemendur í mikilvægasta hlutverki lífsins, að veita umhyggju. Þegar upp er staðið er það hornsteinninn að innihaldsríku lífi.

Ólafur Grétar Gunnarsson

Fjölskyldu- og hjónaráðgjafi

 

Nýjar fréttir