-4.4 C
Selfoss

Hækkandi sól og vorið á næsta leiti

Vinsælast

Hríðarhraglandi, fannfergi og vetrarlægðir fara að heyra sögunni til ef marka má fregnir frá veðurfræðingnum Einari Sveinbjörnssyni. Sólin hækkar á lofti, lægðagangurinn og vetrarófærðin hverfa á braut og vorið tekur við. Veturinn hefur verið frekar þungur með sínum óveðrum, álagi á björgunaraðila og innviði samfélagsins. Á myndinni má sjá síðdegissólina sem hækkar á lofti með degi hverjum og snjófjúkið sem myndar skemmtilegt mynstur á glugganum en gefur eftir undan hita sólarinnar. Þennan dag hafði Hallgrímur, ljósmyndari hér á Selfossi, hugsað sér til hreyfings í myndatöku. Það gekk þó ekki upp fyrir veðri, en út kom þessi glæsilega mynd af stöðu dagsins í gegnum rúðuna. Þá von ber ég í brjósti, og ekki einn um það, að gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir allar sem ein pakki föggum sínum og hverfi á braut. Þann tuttugasta mars skal vorið mæta og ekki degi seinna.

Nýjar fréttir