Ákveðið hefur verið að fresta fram í október Fagráðstefnu skógræktar 2020 sem til stóð að halda á Hótel Geysi í Haukadal dagana 18.-19. mars með þátttöku Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ástæða frestunarinnar er COVID 19 faraldurinn sem nú herjar á heimsbyggðina. Nánari upplýsingar um afbókanir og nýja tímasetningu ráðstefnunnar verða birtar síðar.
Afurða- og markaðsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni undir yfirskriftinni „Grænir sprotar og nýsköpun“. Skráning fer fram á vef Skógræktarinnar þegar þar að kemur.
Ráðstefnan er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.