-2.2 C
Selfoss

Þakkarbréf frá Unni Björk

Vinsælast

Kæru vinir

Ég heiti Unnur Björk. Þann 21. janúar lést maðurinn minn, hann Nonni, eftir afar erfiða baráttu við krabbamein. Hann var góður maður, hjartahlýr og kærleiksríkur, hugrakkur og sterkur. Sorgin er erfið og harmurinn sár og missirinn óbærilegur. Stundum virðast örlög þessi óyfirstíganleg fyrir okkur fjölskylduna, mig og börnin okkar, Brynju Rán, Hjört Breka, Önnu Kristínu og Kolbrúnu Klöru. Það sem kemur manni í gegnum þessar óraunverulegu aðstæður, er ást og samúð fjölskyldu og vina. Ég tala nú ekki um þegar heilt bæjarfélag stendur við bakið á okkur. 

Engin orð geta tjáð fyllilega, þakklætið fyrir ykkur öll. Þakklætið fyrir að tilheyra þessu samfélagi. Ég hef aldrei upplifað slíka samheldni, slíka velvild og náungakærleik. Ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið í lífi mínu var að flytja hingað og festa rætur. Ég er svo ánægð og stolt af því að við maðurinn minn og yngstu dætur okkar hófum nýtt líf hér. Með ykkur. 

Það eina sem ég get sagt er TAKK.  Fyrir alla væntumþykjuna, stuðninginn og ómetanlega hjálpina. Fyrir að gera mér og fjölskyldu minni aðeins auðveldara að bera harminn og sorgina og að halda áfram með lífið sem við hófum hér á Selfossi. 

Knús og kossar til ykkar allra, 

Unnur Björk og krakkarnir

Nýjar fréttir