Laugardaginn 15. febrúar sl. héldum við foreldrar 4. bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri kökubasar til styrktar Hlöðveri Þorsteinssyni og fjölskyldu hans. Eins og fram hefur komið hefur fjölskyldan lent í hverju áfallinu á fætur öðru, fyrir tæpu ári fékk Hlöðver heilablóðfall sem gerði það að verkum að hann var lengi á sjúkrahúsi og fór síðan í kjölfarið í langa endurhæfingu á Grensás. Þóra er með lömunarsjúkdóm og rétt getur gengið við göngugrind. Í byrjun febrúar datt Hlöðver úr stiga heima hjá sér og fékk slæman heilahristing, brotið rif sem stakst inn í lunga og fleiri innvortis meiðsl,hann er búinn að vera á sjúkrahúsi síðan þá og var mjög illa áttaður og mun þurfa endurhæfingu á nýjan leik.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við fundum fyrir í tengslum við þennan kökubasar, salan gekk fram úr okkar björtustu vonum og var alveg magnað að finna samhuginn og samkenndina allstaðar. Það kom alveg gríðarlega mikið magn að tertum og öðru bakkelsi inn til okkar og vorum við fyrst með áhyggjur hvað við ættum að gera við þetta allt ef það myndi ekki nást að seljast. En þær áhyggjur voru svo sannarlega óþarfar því það seldist allt upp á innan við 30 mínútum. Það fylltist allt á nokkrum mínútum og allt rauk út. Við vorum einnig svo lánssöm að við fengum gefins talsvert magn af 5.kg ýsu pakkningingum frá einum útgerðarmanni í þorpinu sem við seldum og rauk það út. Einnig vorum við með bauk undir fráls framlög. Margir greiddu meira fyrir kökurnar en þær áttu að kosta, og margir settu líka pening í baukinn. Fólk sem kom eftir að allt kláraðist setti pening í baukinn í staðinn. Við fengum að vera í samkomuhúsinu Stað án þess að greiða fyrir afnot af staðnum.
Manni hlýnar svo um hjartarætur þegar maður finnur fyrir svona miklum samhug fólks og velvilja og viljum við senda kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóg með einum eða öðrum hætti.
Þann 8.mars stendur síðan til að vera með vöfflukaffi og tónleika sem við, nokkrar konur í þorpinu erum að skipuleggja til styrkar fjölskyldunni.
Fyrir hönd foreldra 4.bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Sædís Ósk Harðardóttir
Söfnunarreikningur í gangi sem hægt er að leggja inn á og styrkja þau þannig, reiknisnúmer Hlöðvers 0123-15-100291 kt 131273-5419