-2.6 C
Selfoss
Home Fréttir Hinn ósýnileg ótti

Hinn ósýnileg ótti

0
Hinn ósýnileg ótti
Gunna Stella.

Þegar ég var krakki voru þættirnir um Nonna og Manna sýndir í sjónvarpinu. Þegar búið var að sýna þáttinn um ísbirnirna fyllist ég skelfingu. Ég var hrædd við þetta stóra bjarndýr og ímyndaði mér að stór ísbjörn myndi birtast í litla sjávarþorpinu fyrir norðan þar sem ég bjó.. Stuttu seinna gerðist það að ísjaki kemur nær og nær bænum mínum. Við þetta varð ég  enn hræddari og man eftir því að hafa gengið út, litið fyrir hornið á húsinu og hlaupið sem leið lá á þá staði sem ég ætlaði að heimsækja. Óttinn var svo mikill að hann stjórnaði líðan minn og hegðun á svo margan hátt.

Þetta er lítið dæmi um ótta sem getur stjórnað lífi manns.

Sérfræðingar segja að við séum í raun einungis hrædd við tvo hluti þegar við fæðumst. Í fyrsta lagi ótta við að detta og svo ótta við mikinn hávaða.

Það sem gerist síðan í lífinu er það að við lærum að verða hrædd við hitt og þetta.

Varstu  hrædd/ur við geitunga?

Varstu hrædd/ur við köngulær?

Varstu myrkfælin/n?

En svo eldist maður og allur ótti hverfur, er það ekki? Maður losnar við allan ótta og allan kvíða og lífið verður dans á rósum.

NEI, því miður er það ekki svo. Þrátt fyrir að við  við eldumst getur óttiverið mjög raunverulegt fyrirbrigði.

Fólk getur til að mynda:

  • Óttast að missa einhvern nákominn. Maka eða börn.
  • Óttast fjármál. Ótti við að eiga ekki nóg.
  • Óttast að missa vinnuna sína.
  • Óttast að missa stjórn á kringumstæðum.
  • Óttast að gera mistök – að standa sig ekki nógu vel.
  • Óttast höfnun. Ótti sem getur jafnvel verið í hjónbandinu. Ótti við að maki þinn yfirgefi þig.
  • Óttast höfnun frá öðru fólki. Óttast það að fólki líki ekki hvernig þú klæðir þig, hvernig hárgreiðslan þín er, hverning vinnu þú vinnur við eða hvernig bíl þú keyrir.
  • Óttast hið óþekkta – framtíðina.
  • Óttast að verða veikur eða að einhver ástvinur verði veikur.

Mörg okkar glíma við ýmsar tegundir ótta og svo förum við bara í gegnum lífið hrædd við hitt og þetta.

Ég var sérfræðingur í að hafa áhyggjur og vera hrædd. Ef ég hafði ekki áhyggjur af einhverju þá hafði ég áhyggjur af því að ég hefði ekki áhyggjur. Ég var meira að segja svo hrædd að ef ég heyrði eitthvað vont í fréttum þá upplifði ég hálfgera lömunartilfinningu. Ég man að ég lamaðist næstum því af ótta þegar ég heyrði um fuglaflensuna í fyrsta sinn og var búin að skipuleggja mikinn flótta á þessum örfáu augnablikum sem fréttin var í flutningi. Ég þoldi ekki að heyra í sjúkrabíl því ég var svo hrædd um að eitthvað hefði komið fyrir einhvern sem ég þekkti. Ég var hrædd við að fljúa. Ég var hrædd við að sofna í bíl.

Var þetta eðlilegt? NEI ….

Margir vilja meina að ótti sé andstæða trúar. En ég vil meina að ótti sé trú eða traust á ranga hluti.

Hvað ef hugsun er ótti. Hvað ef þetta og hvað ef hitt …

Hvað ef ótti er ekki slæmur að öllu leiti….

Þú hugsar ef til vill eitthvað á þessa leið:

  • Hvað ef eitthvað kemur fyrir börnin mín
  • Hvað ef eitthvað kemur fyrir manninn minn
  • Hvað ef eitthvað kemur fyrir konuna mína
  • Hvað ef ég verð gjaldþrota
  • Hvað ef ég missi vinnuna
  • Hvað ef fólki líkar ekki við mig

Þetta “hvað ef” sýnir þér í raun og veru hvað það er sem þú metur mest í lífinu.

Já …. það var ákveðin léttir þegar ég heyrði þetta fyrst.

Árið 2005 fór ég að byrja að horfast í augu við ótta. Horfast í augu við hann og viðurkenna hann. Ég fór að skrifa hann niður á blað og játa hann fyrir annarri manneskju.

Allt í einu byrjaði ég að verða öruggari í kringum fólk, óttinn stjórnaði ekki lengur lífi mínu. Ég gat meira að segja sagt fólki mína eigin skoðun og uppgötvaði um leið að ég  hafði  eigin skoðun. Það var eitthvað sem ég hafði ekki haft áður því ég var snillingur í að vera sammála síðasta ræðumanni.

Í dag þá langar mig til að hvetja þig til að horfast í augu við þinn ótta. Fyrsta skrefið er að viðurkenna hann. Skrifa hann niður á blað og skoða hver rótin er. Inn á facebook síðunni minn (Einfaldara líf) getur þú fundið blað sem ég kalla Óttalista. Þessi listi getur hjálpað þér að horfast í augu við þinn ótta. Það sem þú gerir er að þú skrifar í einn dálkinn hvað það er sem þú óttast, í næsta dálk ástæðuna, þriðja dálkinn rótina og í fjórða dálkinn hver andstæða óttans er. Það er ótrúlega mögnuð tilfinning að játa óttann og segja frá honum. Án ef eru margir sem glíma við sama ótta. Ég hvet þig til þess að fá góðan vin eða vinkonu með þér í lið og gera slíkt hið sama. Svo hvet ég ykkur til að fara yfir óttann saman. Óttinn hefur mun minna vald á lífi okkar þegar við höfum játað hann upphátt.   Lífið verður svo miklu einfaldara þegar óttinn stjórnar okkur ekki.

 

Mundu svo að hugrekki er ótti sem er búin að fara með bænina sína.

 

Kærleikskveðja, Gunna Stella